┌r ljˇ­inu BarmahlÝ­ eftir Jˇn Thoroddsen
Hlíðin mín fríða
hjalla meður græna
og blágresið blíða
og berjalautu væna,
á þér ástaraugu
ungur réð ég festa,
blómmóðir bezta!
Frˇ­leikur
Í greinasafni er að finna margvíslegan fróðleik um ýmislegt sem lýtur að garðyrkju. Greinaflokkar eru valdir hér að neðan. Undir hverjum flokki eru síðan fjölmargar greinar eftir ýmsa höfunda.

Góða skemmtun.
1910 - L÷g

Lög " Lystigarðsfélags Akureyrar "

- samþykkt á fundi 1. nóvember 1910 .

1. grein. Félagið heitir "Lystigarðsfélag Akureyrar"

2. grein. Tilgangur félagsins er að koma upp garði í Akureyrarbæ, bænum til prýði og almenningi til skemmtunar. Garðurinn sé skreyttur trjám og blómum og leikvellir og lystihús séu þar almenn­ingi til afnota svo fljótt sem því verður við komið.

3 grein. Félaginu stjórna 5 manns. Er einn þeirra formaður, annar skrifari, þriðji gjaldkeri og 2 menn er sérstaklega hafa á hendi verklegar framkvæmdir með formanni. Stjórnin skiptir sjálf með sér störfum.

4. grein. Félagsmaður er hver sá sem greiðir 2 kr. í félagsgjöld árlega eða 10 kr. eitt skipti fyrir öll. Hjón sem greiða samtals 10 kr. í einu skulu og talin félagar, þó eigi greiði þau árstillag. Árstillag skal greitt fyrir l. nóv. ár hvert. Reikningsár félagsins er almanaksárið. Úrsögn úr félaginu er ógild nema hún sé komin skrifleg til formanns fyrir l. des.

5. grein. Aðalfundur félagsins skal haldinn i öndverðum janúarmánuði ár hvert. Formaður boðar til aðal­fundar og stýrir honum, þó getur fundurinn valið sér annan fundarstjóra. Á aðalfundi leggur stjórn­in fram reikninga félagsins fyrir umliðið ár endurskoðað af tveimur endurskoðendum, skýrir frá hag félagsins og framkvæmdum og leggur fram áætlun um tekjur þess og gjöld komandi ár ásamt tillögum sínum um framtíðarstörf félagsins. Aðalfundur kýs stjórnina og tvo endurskoðendur fyrir næsta ár.

6. grein. Formaður getur kallað saman aðafundi, þegar stjórninni sýnist þess þörf eða 10 félagsmenn óska þess. Á öllum fundum félagsins setur afl atkvæða úrslitin.

7. grein. Skrifari heldur gjörðabók þar sem í eru rit­aðar skýrslur um fundi alla bæði félagafundi og stjórnarfundi, hagskýrslur félagsins, aðalreikn­ingar og fjárhagsáætlanir. -Gjaldkeri heldur sjóðbók, þar sem innfærðar eru jafnótt allar tekj­ur og gjöld félagsins. -Sjóður félagsins skal jafnan ávaxtaður í banka eða sparisjóði.

8. grein. Lögum þessum verður ekki breytt nema á aðal­fundi enda séu breytingartillögurnar tilfærðar á fundarboðinu og fullur helmingur félagsmanna á fundi.

9.grein. Leysist félagið upp falla eignir þess til Akureyrarbæjar samkvæmt nánari ákvörðun aðal­fundar.

(Fundabók Lystigarðsfélags Akureyrar: 1910)Til baka
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is