Sigf˙s Da­ason - VŠngjaslßttur
Akureyri
mjög skreytt
reynitrjám.

Sá sem gengi um bæinn
á septemberkvöldi:
dimmur skuggi innfjarðarins
fylgdi honum á aðra hönd hvar sem hann færi,
lifandi, kvikur!
Sálarspegill!

Heilagur lundur
rís í hæðir.
Og gangi maður í lundinn
er hann þar einn með sjálfum sér.

Það gustar um limið
og fuglarnir í björtum trjákrónunum
fælast skóhljóð einmanans
og hviðra með vængjaslætti
yfir höfði hans og úti í myrkrinu.

Og upp fyrir honum rennur þá: hvílík
sú dýrð sem einmananum hlotnast.Frˇ­leikur
Í greinasafni er að finna margvíslegan fróðleik um ýmislegt sem lýtur að garðyrkju. Greinaflokkar eru valdir hér að neðan. Undir hverjum flokki eru síðan fjölmargar greinar eftir ýmsa höfunda.

Góða skemmtun.
1962 - FegrunarfÚlagi­

Jón Kristjánsson, formaður
fegrunarfélagsins


FEGRUNARFÉLAGIÐ á Akureyri, sem stofnað var 1949, er eins konar samviska bæjarins í fegrunarmálum. Það hefur með hendi ábendingar­störf um fegrun og snyrtingu bæjarins og hefur orðið mikið ágengt. Félagið hefur sagt illgresi og órækt stríð á hendur, einnig ónýtum skúrum, haugum af ónýtum hlutum og ljótleika hér og þar í bænum. Það veitir verðlaun fyrir fagra skrúðgarða, hefur gefið bæjarbúum kost á fjórðungi ódýrari húsamálningu en í verslun fæst, setur upp jólatré í bænum fyrir hver jól, býður hópum af fólki í bílferðir um bæinn til að þroska fegurðarskyn íbúanna.

Í sumar hefur Fegrunarfélagið, undir forystu Jóns Kristjánssonar, hafið nýja sókn í þessum mál­um, í náinni samvinnu við bæjaryfirvöldin, komið á sérstakri hreinlætisviku og haft náið samband við fjölda manna um aukinn þrifnað. Árangurinn er ótrúlegur. Heilar götur eru vart þekkjanlegar, stór­hýsi, sem fram að þessu hafa verið köld og grá, urðu litfögur, smekkleg og prýði bæjarins. Fyrsti formaður Fegrunarfélags Akureyrar var Finnur Árnason, garðyrkjuráðunautur bæjarins.

Dagur 29. ágúst, 1962 (Hátíðarblað)

(100 ára afmæli bæjarins)

Til baka

Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is