Mßlshßttur
Mjór er mikils vísir.
Frˇ­leikur
Í greinasafni er að finna margvíslegan fróðleik um ýmislegt sem lýtur að garðyrkju. Greinaflokkar eru valdir hér að neðan. Undir hverjum flokki eru síðan fjölmargar greinar eftir ýmsa höfunda.

Góða skemmtun.
2001 - Sagan Ý ßranna rßs

Ágrip af sögu Lystigarðsins og fólki,

sem honum tengist/tengdist

eftir ártölum.

1863-1921 Stefán Stefánsson, skólameistari og grasafræðingur

 

1868 Þann 21. apríl kom Anna Catharine Schiöth til Íslands

1871 Þann 31. júlí fæddist Elise Margrethe Schiöth i Vejen á Jótlandi (fædd Friis)

1873 Þann 14. nóvember fæddist Halldóra Bjarnadóttir

1895 Þann 18. júní fæddist Jón Rögnvaldsson

1899 Í júní kom Margrethe Schiöth til Íslands og 22. júní 1899 til Akureyrar

1909 Um sumarið sóttu 4 húsfreyjur um landspildu fyrir skrúðgarð handa almenningi til bæjarstjórnar Akureyrar. Þær voru Anna Stephensen, Alma Thorarensen, María Guðmundsson og Sigríður Sæmundsen

1910 Þann 1. maí var haldinn stofnfundur Lystigarðsfélagsins. Hann sóttu 20-30 manns. Stefán Stefánsson, skólameistari var fundarstjóri og Halldóra Bjarnadóttir, skólastjóri barnaskólans var fundarritari

1910 Þann 1. nóvember voru lög Lystigarðsfélags Akureyrar samþykkt. Stefán Stefánsson, skólameistari, var fundarstjóri

1911 Um vorið hófust verklegar framkvæmdir og plöntun í Lystigarðinum. Lystigarðsfélagið hafði fengið 4 dagsláttur af Eyrarlandstúni sunnan við gagnfræðaskólann, sem síðar varð Menntaskólinn á Akureyri. Var hafist handa um girðingu spildunnar og gróðursetningu. Mælt var út fyrir beðum og reitum. Anna Catharine Schiöth hafði teiknað garðinn að því er talið er

1912 Lystigarðurinn opnaður fyrir almenning. Framan af var hann einungis opinn eftir hádegi á sunnudögum

1915 Þann 11. nóvember var reistur minnisvarði af Matthíasi Jochumsyni, skáldi og heiðursborgara Akureyrar. Brjóstmyndina gerði Ríkarður Jónsson myndhöggvari.

1917-1953 Vilhelmína Sigurðardóttir Þór.??????? ath. betur

1918 Styrkur fyrst frá Akureyrarbæ

1918-1920 Var Kristbjörg Jónatansdóttir garðyrkjukona við Lystigarðinn, ráðin 4 mánuði á ári

1919 fór Jón Rögnvalds. til náms í Kanada

1919 Þann 31. ágúst var fyrsta skemmtisamkoman haldin í Lystigarðinum og í tenglsum við hana fyrsta blóma og matjurtasýningin á landinu. Skemmtisamkoman var haldin í fjáröflunarskyni fyrir Lystigarðfélagið

1921 Deyr Anna Catrine Schiöth

1920 Varð Halldóra Bjarnadóttir formaður Lystigarðsfélagsina til 1923 (dó 1981) Hún beitti sér fyrir því að nemendum úr Barnaskólanum voru fengnir gróðurreitir til að annast í Lystigarðinum og munu þetta vera fyrstu skólagarðarnir hérlendis.

1921 Tók Margrethe Schiöth við að Önnu Catrine Schiöth

1921 Var rætt um að selja inn í garðinn

1921-22 U.M.F.A. annaðist eftirlit í Lystigarðinum á sunnudögum kl. 1-10 og virka daga kl. 8-10 síðdegis

1923 Voru íslenskar tegundir fluttar í garðinn. Það voru burkni, sem sóttur var út fyrir Glerá og nokkur holta- og melablóm. Þetta er í fyrsta sinn svo vitað er að íslenskar plöntutegundir hafi verið notaðar til skrauts

1923 Haraldur Björnsson kosinn formaður Lystigarðsins eða Lystigarðsfélagsins (skipaður formaður árið áður um haustið er Halldóra Bjarndóttir flytur úr bænum)

1924 Kemur Jón Rögnvaldsson heim frá garðyrkjunámi í Ameríku

1924 Tók Margrethe Schiöth við umsjá og forystu Lystigarðsins

1924 Vermireitir smíðaðir

1925-1927 Sá Jón Rögnvaldsson um garðinn

1932 Um sumarið var Þórólfur Ríkarðsson ráðinn garðyrkjumaður garðsins

1933-1934 Var Börn Þórólfsson ráðinn garðyrkjumaður

1933-1953 Voru Margrethe Schiöth og Vilhelmína Sigurðardóttur Þór einar í forsvari fyrir Lystigarðsfélagið

1941  Margrethe Schiöth verður heiðursborgari Akureyrar

1944 Var garðurinn stækkaður til vesturs um tvær dagsláttur lands

1945 Þuríður Árnadóttir (Þura í Garði) ráðin, vann hún í garðinum til dánardægurs haustið 1962

1949 Fór Jón Rögnvaldsson til Englands, Skandinavíu og meginlandsins til að kynna sér rekstur grasagarða

194?? Var afhjúpuð lágmyndin "Konur gerðu garðinn 1912". Hana gerði listakonan Tove Ólafsson. (Lágmyndin er komin 1944, 1943 ?)

1951 Þann 31. júlí var afhjúpuð brjóstmynd af Margrethe Schiöth á áttræðisafmæli hennar. Myndina gerði Jónas Jakobsson, myndhöggvari

1953 Þann 1. okt. hætti Margrethe sem formaður Lystigarðfélagsins, afhenti Lystigarðsnefnd skjöl, sparisjóðsbækur og annað sem tilheyrði rekstri Lystigarðsins. Einnig afhenti hún gjafabréf frá manni sínum Axel H.R. Schiöth þar sem hann gefur Lystigarði Akureyrar ca. 20000 frímerki (17000 ísl. og 3000 erl.) en hann gaf þau til minningar um móður sína frú Önnu Cathrine Schiöth með þeim ákvæðum að sala frímerkjanna mætti fara fram um næstu aldamót (2000) eða þar um bil og andvirði þeirra notað í þágu Lystigarðsins á 100 ára stofnafmæli hans. (gjafabréfið er dags. 30. sept. 1953)

1953 Þann 13 okt. tók Akureyrarbær formlega við rekstri Lystigarðsins

1953 Þann 13. október samþykkti bæjarstjórnin að skipa 3 manna nefnd að hafa á hendi stjórn og yfirumsjón með Lystigarði Akureyrar. Í henni voru Anna Kvaran, Jón Rögnvaldsson og Steindór Steindórsson, yfirkennari

1954 Jón Rögnvaldsson var ráðinn við Lystigarðinn 20. apríl - 10 okt., en hann var umsjónarmaður garðsins allar götur til 1. október 1970.

1954 Voru salernin byggð, viðbót við verkfærageymslu og lítil stofa fyrir umsjónarmann garðsins

1954 Þura ráðin áfram 1. maí - 1. október

1954-55 Var Lystigarðurinn stækkaður um 1 hektara til suðurs

1955 Var járngrind sett á steyptan sökkul meðfram garðinum að austanverðu.

1956 Safnaði Jón Rögnvaldsson 100 tegundum íslenskra plantna í steinbeð, sem var gert í nýja partinum

1956 Var lokið við útplöntun, jarðvinnslu og sáningu í nýja svæðið

1957 Dráttarvél af gerðinni Farmal Cub var keypt og er hún enn notuð árið 2000

1957 Keypti Fegrunarfélag Akureyrar alls 636 tegundir af Jóni Rögnvaldssyni í því augnamiði að koma upp grasagarði eða deild í Lystigarðinum. Plönturnar voru merktar með bráðabirgða nafnspjöldum.

1957 Seldi Jón Rögnvaldsson Fífilgerði og flutti til Akureyrar

1957 Var Lystigarðurinn gerður að grasagarði auk þess að vera almenningsgarður.

1957 Varð Jón Rögnvaldsson garðyrkjuráðunautur bæjarins auk þess sem hann var umsjónarmaður Lystigarðsins

1958 Hafði Jón komist í sambönd og fræskipti við allmarga grasagarða

1958 Var byggt lítið gróðurhús (um 6 m²)

1958 Voru 780 tegundir erlendra og um 160 íslenskra plantna skráðar í garðinum auk þess allt að 40 tegundir sumarblóma. 1958 var sáð til um 200 tegunda

1958-61 Var járngrindarhliði á steyptum stöplum komið fyrir á suðurhlið garðsins

1959 og 1960 Voru steyptar 2 tjarnir ("skeljatjörnin" og "bogatjörnin")

1961 Voru ker fyrir vatnaplöntur steypt í íslensku deildina (aflögð með nýrri útfærslu á íslensku beðunum 1996)

1961-69 Var komið upp Grænlands-, Noregs- og Alpareit í Lystigarðinum svo og reit með lækningajurtum

1962 Lést Margrethe Schiöth nær 91 árs að aldri (fædd 31. júlí i Vejen á Jótlandi)

1962 Gaf Fegrunarfélagið Lystigarðinum styrk að upphæð 20 þúsund krónur

1962 Var haldið upp á 50 ára afmæli Lystigarðsins og 100 ára afmæli bæjarins (kaupstaðaréttinda). Garðurinn var skrautlýstur og metaðsókn varð að garðinum. Eitt kvöldið voru taldir rúmlega 3 þúsund gestir

1962 Var komið upp 10 m² sólreit í garðinum

1962 Var starfslið garðsins Jón Rögnvaldsson, Kristján bróðir hans, Þura í Garði og 5 drengir (Þura dó um haustið 1962)

1962 Voru höfð skipti við 12 garða í Evrópu og Ameríku

1963 17. júní var Jón Rögnvaldsson sæmdur Fálkaorðunni. í virðingarskyni fyrir söfnunarstarf sitt

1963 Var fyrsti frælistinn gefinn út (frælisti hefur komið út árlega síðan)

1963 Var komið upp öðrum 10 m² sólreit í garðinum

1963 Var sett upp 2,10 m há vírnetsgirðing á steinstólpum allan vesturkant garðsins, 174 m á lengd

1964 Bárust frælistar frá 16 erlendum grasgörðum

1964 Var byggt 55 m² gróðurhús með rafmagnsupphitun að mestu fyrir styrk frá Fegrunarfélaginu

1964 Var komið upp skrautraflýsingu í garðinum sem bærinn kostaði að mestu leyti.

1965 Voru 8 þúsund sumarblómaplöntur aldar upp í gróðurhúsinu

1965-1970 Var árlega gefinn út listi yfir plöntur ræktaðar í grasadeild Lystigarðs Akureyrar.

1966 Var kona ráðin til að líta eftir börnum í garðinum 3-4 tíma á dag eftir hádegið.

1967 Fór Jón fyrst fram úr fjárveitingu

1967 Lystigarðsnefnd leystist upp. Í fundargerðarbók Lystigarðsfélagsins 1967 skrifar Jón: "Á síðastliðnu vori, að bæjarstjórnarkosningum afstöðnum fannst háttvirtri bæjarstjórn viðeigandi að fella úr Lystigarðsnefndinni Hr. grasafræðing og skólameistara Steindór Steindórsson úr nefndinni. Vegna þessa tiltækis bæjarstjórnarinnar sögðu þau Anna Kvaran og Arnór Karlsson af sér störfum í nefndinni"

1967-1970 Sá Jón Rögnvaldsson einn um rekstur garðsins, þar sem Lystigarðsnefndin hafði leyst upp

1968 Kom Jón Rögnvaldsson með 50-60 tegundir frá Genf í Sviss

1969 Kom Jón Rögnvaldsson með um 50 plöntutegundir frá Syðra-Straumsfirði á Grænlandi

1970 Útgefinn listi yfir plöntur ræktaðar í grasadeild Lystigarðs Akureyrar 1970, síðasti listi Jóns Rögnvaldssonar

1970 Vann Hörður Kristinsson 3 mán. í Lystigarðinum

1970 Var Lysti- og grasagarðurinn færður undir skrúðgarðanefnd ásamt garðrækt og fegrunarnefnd

1970 Voru 442 íslenskar tegundir á skrá í Lystigarðinum

1970 Þann 1. október sagði Jón Rögnvaldsson af sér starfinu í Lystigarðinum

1970 Þann 1. október var Oddgeir Árnason ráðinn umsjónarmaður garðsins til ársloka 1971

1972 Þann 10. ágúst lést Jón Rögnvaldsson

1973 Var Hólmfríður Sigurðardóttir, garðyrkjukandidat, ráðin (8 mán.) við garðinn

1973-1977 Sá Hörður Kristinsson um íslenska plöntusafnið (íslensku deildina í Lystigarðinum)

1975 Tekur Hólmfríður Sigurðardóttir við yfirumsjón við Lystigarðinn og verður í fullu starfi árið eftir

1979 Í ársbyrjun er Jóhann Pálsson ráðinn forstöðumaður

1980 ? Er Axel Knútsson garðyrkjumeistari ráðinn garðyrkjumaður Lystigarðsins

1980 Um haustið hættir Hólmfríður Sigurðardóttir í Lystigarðinum

1981 Heimsókn forseta Íslands frú Vigdísar Finnbogadóttur 15 júlí. Veisla aldarinnar haldin í Lystigarðinum, 50 m langborð, 9000 snittur og fleira góðgæti.

1981 Þann 28 nóvember lést Halldóra Bjarnadóttir

1983 Var gerð klömbruhleðsla við steypta vegginn (og brotið ofan af honum) neðan við styttuna af Matthíasi Jochumsyni. Magnús Snæbjörnsson á Grund í Höfðahverfi var hleðslumaður

1983 Var gert hlið ("Menntaskólahliðið") í norðvestur-horni garðsins og stígar að því bæði fyrir innan og utan

1983 Þann 18. júní var trjáa- og runnasafn Akureyrar stofnað, en að því standa Garðyrkjudeild Akureyrar, Skógræktarfélag Eyfirðinga og Lystigarðurinn

1985 Um haustið hættir Jóhann Pálsson

1985 Um haustið voru hlaðin upp beð fyrir íslensku deildina í suðaustur-horni garðsins

1986 Var Elín Gunnlaugsdóttir ráðin grasafræðingur í hlutastarf við Lystigarðinn

1986 Var plantað í nýju íslensku beðin og fjölda tegunda safnað

1986 Var sáð til um 600 tegunda

1986 Var skipst á frælistum við 220 erlenda grasgarða og stofnanir í Evrópu, Norður-Asíu, Norður- og Suður Ameríku, á Nýja-Sjálandi og víðar

1986 Voru komnar 380 íslenskar tegundir í nýju, íslensku beðin

1986-1989 Pantaði Lystigarðurinn frá 120-130 aðilum

1986-89 Pöntuðu 140-170 aðilar fræ frá Lystigarðinum

1987 Um sumarið (byrjun júlí) hættir Axel Knútsson og Björgvin Steindórsson tekur við af honum

1986 Var Eyrarlandsstofan flutt inn í Lystigarðinn og endurbyggð þar

1987 Var Eyrarlandstofa tekin formlega í notkun í byrjun júlí

1987 Var gefinn út lítill ferðamannabæklingur um Lystigarðinn á íslensku og ensku ásamt kort að garðinum

1987 Var Lystigarðurinn sameinaður Náttúrugripasafninu á Akureyri og stofnunin í heil nefnd Náttúrufræðistofnun Norðurlands

1987 Hörður Kristinsson ráðinn forstöðumaður Náttúrufræðistofnunar Norðurlands

1988 Var hafist handa við að koma spjaldskrá Lystigarðsins á tölvutækt form. Þá var heildarfjöldinn 3500 "spjöld" en 1994 var hann orðinn 11390 "spjöld"

1988 Var tekið við miklu magni af víðitegundum sem voru afgangar úr söfnunarferð Óla Vals og félaga til Alaska 1985

1988 Var fyrst farið að þjóna að marki aðilum utan garðsins og var um að ræða slátt og aðra umhirðu á lóðum FSA og MA

1988 Plantað út í Arboretum Akureyrar 111 númerum úr LA í Skammagilið sunnan kirkjugarðsins

1989 Gaf rafveita Akureyrar lýsingu í garðinn til viðbótar við þá sem fyrir var.

1989 Fengu 285 grasagarðar og stofnanir frælista Lystigarðsins

1989 Var sáð um 1150 tegundum

1989 Voru um 2700 erlendar tegundir í Lystigarðinum

1989 Voru um 380 íslenskar tegundir í garðinum

1990 Tjarnarsvæðið endurhannað og byrjað lítillega á framkvæmdum

1990 Var frælisti Lystigarðsins sendur til 330 garða og stofnana.

1990 Voru um 2700 innfluttar tegundir og yrki í garðinum

1990 Voru um 420 íslenskar tegundir í garðinum

1991 Rjóðrið tekið í gegn og lagðir um það stígar og beð gerð

1991 Steinatjörnin í norðurhluta Lystigarðsins gerð

1992 Skráðar upplýsingar um Krossanesborgir og kort gerð td. örnefnakort, landnýtingarkort ofl.

1992 Voru 420 íslenskar plöntutegundir í garðinum

1992 Voru um 5000 innfluttar tegundir og yrki í garðinum

1992 Var áhaldaskemma (Jónsstofa) gerð fokheld

1993 Lokið við Jónsstofu að mestu

1993 Skipt um jarðveg í kring um Jónsstofu

1993 Var Lystigarðurinn (um áramótin 1993-94) skilinn frá Náttúrufræðistofnun Norðurlands þegar náttúrufræðhluti þeirrar stofnunar var sameinaður Náttúrufræðistofnunar Íslands

1993 Lystigarðurinn stækkaður í þriðja sinn úr 3,3 ha. í 3.9 ha. Og fékk nú til umráða svæðið sunnan boltavallar Menntaskólans

1994 Voru um 400 íslenskar tegundir í garðinum

1994 Voru um 5500 innfluttar tegundir og yrki í garðinum

1994 Var bogabrúnin sett yfir steinatjörnina og ôGrísatjörninö gerð. Hugmyndina að henni átti Margrét Jónsdóttir keramiker sem ákvað að gefa bænum hana í þakklætisskyni fyrir góðar stundir í garðinum á yngri árum sem barnapía

1994 Hellulagt við Jónsstofu

1995 18. júní var afhjúpuð brjóstmynd af Jóni Rögnvaldssyni Brjóstmyndina gerði Helgi Gíslason myndhöggvari og listamaður

1995 Var gefinn út: Listi yfir plöntur ræktaðar í grasadeild Lystigarðs Akureyrar 1994-1995. Var það nokkuð vegleg útgáfa - hefur heildarlisti verið gefinn út árlega síðan í nokkrum ljósrituðum eintökum

1995 Ker gerð við Jónsstofu

1995 Byrjað að fella birki í suðurhluta hvammsins og grófjafna svæðið

1996 Voru um 420 íslenskar tegundir í garðinum

1996 Unnið töluvert í Rhododendron hvamminum

1996 Tilraun gerð til að ráða grasafræðing að garðinum og var búið að ráða Evu G. Þorvaldsdóttir. Sú ráðning gekk til baka þar sem ekki náðist samkomulag um kaup og kjör

1996 Um haustið hætti Elín Gunnlaugsdóttir, grasafræðingur, störfum

1997 Gamla gróðurhúsið rifið um haustið og steyptir sökklar undir nýtt og betra gróðurhús

1998 Nýtt gróðurhús gert fokhelt

1998 Hrafnhildur Vigfúsardóttir garðyrkjufræðingur ráðin í stöðu verkstjóra

1998 Eyrarlandsstofa máluð að innan

1998 Eru um 5700 erlendar tegundir, undirtegundir og yrki í ræktun í garðinum þar af um 430 íslenskar tegundir til sýnis í íslenska beðinu

1999 Lokið við smíði gróðurhúss og það tekið formlega í notkun

1999 Sólreitir endurnýjaðir og plan gert vestan við Gróðurhús

1999 Steyptir upp veggir framan við Matthías

2000 Um 7000 tegundir, afbrigði, undirtegundir og yrki í ræktun í garðinum. Samskipti við 330 grasagarða, stofnanir og einstaklinga um víða veröld

2001 Plantað í alparósahvamminn

2001 Stefnt að því að koma upp veglegri heimasíðu Lystigarðsins

2001 Líklega verður ráðinn grasafræðingur að Lystigarðinum

2015 1.febrúar Guðrún kristín Björgvinsdóttir ráðin verksjóri 

2016 þann 28.ágúst Lést Björvin Steindórsson forstöðumaður Lystigarðsins. 

2017 1. júlí Eva Kuttner Grasafræðingur ráðin í 100% stöðu. 

2017 1.september Jóna Sigurgeirsdóttir ráðin í 100% stöðu sem flokkstjóri.Jóna hefur unnið mörg sumur í Lystigarðinum.


996-2001 EG & BST
Til baka
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is