Sigf˙s Da­ason - VŠngjaslßttur
Akureyri
mjög skreytt
reynitrjám.

Sá sem gengi um bæinn
á septemberkvöldi:
dimmur skuggi innfjarðarins
fylgdi honum á aðra hönd hvar sem hann færi,
lifandi, kvikur!
Sálarspegill!

Heilagur lundur
rís í hæðir.
Og gangi maður í lundinn
er hann þar einn með sjálfum sér.

Það gustar um limið
og fuglarnir í björtum trjákrónunum
fælast skóhljóð einmanans
og hviðra með vængjaslætti
yfir höfði hans og úti í myrkrinu.

Og upp fyrir honum rennur þá: hvílík
sú dýrð sem einmananum hlotnast.Frˇ­leikur
Í greinasafni er að finna margvíslegan fróðleik um ýmislegt sem lýtur að garðyrkju. Greinaflokkar eru valdir hér að neðan. Undir hverjum flokki eru síðan fjölmargar greinar eftir ýmsa höfunda.

Góða skemmtun.
1981 - Ëvenju ver­mŠtt frÝmerkjasafn

Geymt í eldtraustri hvelfingu.

Á næsta ári verður Lystigarðurinn á Akureyri 70 ára, en garður þessi er frægur um allt land og jafnvel víða um heim. Forgöngu fyrir stofnun garðsins hafði Anna Schiöth og síðar tók tengdadóttir hennar, Margrét, við og hélt áfram uppbyggingu garðsins.

Schiöth fólkið lét sér ákaflega annt um garðinn og má segja að án þess væri garðurinn ekki til. Það er því ástæða til að minnast svolítið á þeirra þátt nú.

Axel Schiöth (f. 1870) átti mikið og dýrmætt frímerkjasafn og áður en hann lést ánafnaði hann Lystigarðinum þetta frímerkjasafn í minningu móður sinnar, Önnu Schiöth. Frímerkjasafn þetta var ákaflega dýrmætt eins og áður sagði, og má því leiða getum að því, að í dag hafi verðgildi þess margfaldast og nær ómögulegt, að áætla hvílíkar upphæðir þar eru á ferðinni. Það fylgdi gjöfinni að frímerkin skyldu seld upp úr árinu 2000 og skyldi þá andvirðið renna til Lystigarðsins.


Valgarður Baldvinsson með járnkassann


Axel Schiöth var ákaflega annt um þetta safn sitt og má geta þess að á stríðsárunum var hann svo hræddur um safnið, að hann lét flytja það fram í fjörð til varðveislu. Þetta er ekki það eina sem Schiöth fólkið hefur gert fyrir garðinn, því Margrét Schiöth, kona Axels, kostaði sjálf rekstur garðsins að stórum hluta. Að vísu styrkti bærinn garðinn í einhverjum mæli, en oft kom það fyrir að engir peningar voru til að leysa út fræsendingar erlendis frá og þá borguðu Margrét og Axel.

Þessu fólki hefur aldrei verið þakkað nógsamlega fyrir þann hlýhug og ræktarsemi sem þau sýndu garðinum og má e.t.v. rekja það til þeirrar úlfúðar sem lengi var í garð Dana hér á landi. En þrátt fyrir allt, þá fluttu Danir hingað ný viðhorf og ýmsar nýjungar og létu þannig gott af sér leiða.

Frímerkjasafnið er nú í vörslu Akureyrarbæjar og er þar í eldtraustri hvelfingu í járnkassa, en það mun hafa verið Valgarður Baldvinsson sem tók á móti kassanum á sínum tíma.

Sigríður Schiöth á Húsavík, tengdadóttir Axels og Margrétar, sagði í samtali við Akureyrarblaðið að þó svo þetta hefði verið stórkostleg gjöf á sínum tíma, þá hefði Axel aldrei órað fyrir því hve þetta yrði dýrmætt þegar fram liðu tímar. “En hann hefur verið framsýnn gamli maðurinn, það er ábyggilegt” sagði Sigríður.

Akureyrarblaðið 13. júlí 1981.

Til baka

Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is