Mßlshßttur
Lengi býr að fyrstu gerð.
Frˇ­leikur
Í greinasafni er að finna margvíslegan fróðleik um ýmislegt sem lýtur að garðyrkju. Greinaflokkar eru valdir hér að neðan. Undir hverjum flokki eru síðan fjölmargar greinar eftir ýmsa höfunda.

Góða skemmtun.
1945 - Lystigar­ur Akureyrar

Árið 1899, í júnímánuði kom ég til Íslands, og var ferðinni heitið til Akureyrar. Fyrsti viðkomustaður skipsins var Fáskrúðsfjörður. Ég var á leið til unnustans, og hafði vonað og búist við, að hann stæði með útbreiddan faðminn þegar mig bæri að landi, - en þvílík vonbrigði, - þar var þá enginn unnusti! Nú -jæja, ég hugg­aði mig við, að á Seyðisfirði, hlyti hann að bíða mín, en þangað átti skipið að koma eftir 1-2 dægur. Við komum þangað á sunnudegi síðdegis, í fegursta sólskini. - Ég leit löngunarfullum augum til lands, og leitaði og leitaði í mannþrönginni, sem þyrptist að, er skipið bar að landi, en árangurslaust, þarna var heldur ekki minn Axel Schiöth að finna!

-Ég skýri hér frá þessum, mér svo minnisstæðu atriðum, vegna þess að þau sýna, hve barnalegar hugmynd­ir ég hafði gert mér um Ísland. Ég var sem sé að koma frá Danmörku, þar sem voru greiðfærir vegir, járnbraut­ir, talsími o. s. frv., og hafði alls ekki gert mér ljóst að svo að segja ekkert af þessu var til á Íslandi. - Á Seyðis­firði, þar sem unnusti minn átti marga góða vini, var mér tekið með mestu kærleikum, og dvaldi ég 2 daga í þessum fallega bæ. - Þann 22. júní sigldi svo skipið "sem bar mig að landi", inn Eyjafjörð.

ôLoks eftir langan dag

leit ég þig, helga jörð.

Seiddur um sólarlag

sigliĺ ég inn Eyjafjörðö

segir Davíð Stefánsson, skáld frá Fagraskógi. En hrifningu minni þær indælu stundir ætla ég ekki að reyna að lýsa. - Brátt sást hilla undir Akureyri og hið fagra um­hverfi hennar. - Bærinn var ekki stór í þá daga. En alt umkring voru grænar brekkur og Vaðlaheiðin var að búast sínum sumarskrúða. Ég saknaði að vísu trjánna, garðanna og blómanna, en þó bar margskonar náttúrufegurð fyrir augu hér, sem hin brosandi Danmörk hefur ekki að bjóða.


Anna Schiöth

Anna Schiöth


Einstaka smágarðar voru þá hér í bænum, t. d. hjá Eggert Laxdal, kaupmanni, Páli Briem, amtmanni, Oddi Thorarensen lyfsala og hjá tengdamóður minni, frú Önnu Schiöth. Á heimili mínu, í Vejen í Danmörku, var stór garður, eftir því sem þá gerðist þar í landi. Fór talsvert orð af hon­um og margir komu að skoða hann. - Þar vöndumst við börnin því að planta og vinna í garðinum, en það sem mestu máli skiptir við slíka vinnu er það, að barnssálin verður snortin fögnuði og ást á öllum gróðri og lífi í náttúrunni.

Nú var komið að því, að mig langaði til að gera sjálf minn eigin garð við heimili mitt á Íslandi, þó af vanefnum væri. Mér er minnisstætt, er ég hugðist gróðursetja sumarblóm á bersvæði, að tengdamóðir mín hélt því fram mjög ákveðið, að slíkt væri eigi kleyft nema í vermireitum. - Þetta rættist þó vonum framar. Langir, bjartir sumardagar og hinar björtu sumarnætur hafa gert hér mörg furðuverk, og eftir því, sem tíminn leið varð áhuginn fyrir garðrækt meiri og meiri hér á Akureyri.

Þær, konur, sem mestan áhuga höfðu á málinu í þá daga, voru frú Anna Schitöh og Sigríður Sæmundsson prófastsfrú. Þær ræddu seint og snemma sín á milli um þörfina á því að gera garð fyrir Akureyrarbæ, og loks ár­ið 1910 var svo stofnað félag kvenna í þessu augnamiði: "Lystigarðsfélag Akureyrar". - Þegar ég nú held því fram að hér hafi eingöngu kvenþjóðin verið að verki, má þó ekki gleyma því, að margir mætir menn bæjarins - og þá fyrst og fremst Stefán Stefánsson, skólameistari, ­studdu félagið á margvíslegan hátt, og bæjarstjórnin lét af hendi 4 dagsláttur af svonefndu Eyrarlandstúni, undir garðinn. - Þetta land var svo afgirt og þar með var verkið hafið. - Lífið og sálin í starfinu voru áðurnefndar konur.

- Uppdrátt að garðinum gerði frú Anna Schiöth og helst hann að mestu óbreyttur enn þann dag í dag.

Meðlimatala félagsins var þá um 30 konur og árgjald ar. 2.00. Þó var þeim, er sérstaka löngun höfðu til þess, leyfilegt að greiða meira. En vinnulaunin voru líka lægri þá en nú tíðkast, tímakaupið var 25 aurar, þegar eitthvað var greitt. En mestur hluti verksins var unnin í þegnskylduvinnu. - Í fyrstu var ekki laust við að brosað væri að þessari tilraun, en brautryðjendur voru sannfærðir um að hér væri stefnt í rétta átt, aðeins hefði verkið átt að vera hafið 50 árum fyrr. En mín sannfæring er, að I.ysti­garðurinn sýni nú þegar, eftir 33 ár, að ekki var unnið fyrir gíg.

Frú Anna Schiöth dó árið 1921. Formaður Lystigarðsfélagsins var þá frk. Halldóra Bjarnadóttir, sem vann af lífi og sál að þessari hugsjón, en því miður flutti hún búferlum úr bænum skömmu síðar.

Eins og oft vill verða týndu svo félagarnir tölunni smátt og smátt, og að lokum fór svo, að við frú Vilhelm­ína Sigurðardóttir Þór urðum einar eftir sem sjálfkjörin stjórn! Þetta var árið 1926.

Það var nú farið að þreyta okkur og aðra að stofna æ ofan í æ til kvöldskemmtana og þ. h. eða ganga um og lifa á bónbjörgum til þess að afla nauðsynlegs rekstursfjár til garðsins. Þess vegna snerum við okkur enn á ný til bæjar­stjórnar, með tilmælum um að fá árlegan styrk til garðsins til viðhalds og endurnýjunar. Bæjarstjórnin tók þess­ari málaleitan okkar vel, að vísu var styrkurinn ekki hár í fyrstu, en hefur vaxið með trjánum samfara auknum áhuga bæjarbúa.

Mér er ljúft að geta þess, að öll þessi ár hefur samvinna okkar frú Vilhelmínu Þór verið hin ánægjulegasta. Við höfum ávalt verið sammála um það að vinna beri að því að Lystigarðurinn geti orðið sönn prýði fyrir Akureyrarbæ. Þar eigi börnin að fá að leika sér, og þar á þeim að lærast að þykja vænt um blómin og umgangast gróðurinn með umhyggju og varúð. Þar eiga ungir og gamlir að geta leitað sér unaðar og hvíldar, notið sól­skins og yndis í frístundum sínum, sem lengst frá hávaða og skarkala lífsins. —

­Þetta er nauðsynlegt hverjum sem lifir. Þess má og geta, að vegna legu sinnar við hlið Menntaskólans á Akureyri hefur unga fólkið, sem þar dvelst, þrásinnis haft tækifæri til að njóta hvíldar og næðis við lestur í garðinum. - Margir aðkomumenn, innlend­ir og útlendir, hafa lagt leið sína í Lystigarðinn, og margir þeirra munu lengi minnast og gleðjast við hina fögru sýn, sem blasir við, þegar inn í garðinn kem­ur, hin fögru tré, og öll blessuð blómin, en snævi þakin fjöll í baksýn.


Margrethe Schiöth

 

Margrethe SchiöthBæjarstjórn Akureyrar hefur enn á ný sýnt þá velvild að láta Lystigarðinum í té 2 dagsláttur lands til viðbót­ar. Hefur það nú verið afgirt og gróðursetning nýrra trjáa hafin. Alltaf er þarna nægilegt verkefni fyrir hendi að gróðursetja og hlynna að nýgræðingum og plöntum, því enginn eignast fagran garð, nema alt sé þar í röð og reglu. - "Eins og sáð er, mun og uppskeran verða". - En að launum öðlast hver sá fögnuð, hvíld og frið, sem vill veita fegurðinni viðtöku. - Þeim, sem að garðrækt vinna, er nauðsynlegt að þekkja hvert tré. Trén eru eins og börnin, þau þarfnast mikillar umönnunar. Það þarf að verja þau gegn allskonar barnasjúkdómum og skemmdum, sem bæði geta stafað frá náttúrunnar hendi og því miður einnig af mannavöldum. Sumir menn hafa ekki skynbragð á því að umgangast gróðurinn á réttan hátt og er það jafnvel ennþá tilfinnanlegra.

Mín innilegasta ósk - og vonandi allra bæjarbúa - er sú, að Lystigarðurinn megi dafna og blómgast sem best í framtíðinni og verða Akureyrarbæ til gleði og sóma, og til yndis og ánægju fyrir alda og óborna. — Ef sú von rætist þá munu og uppfyllast óskir þeirra, er fyrst lögðu hönd á plóginn.

Akureyri, 12 janúar 1945.

Margrethe Schiöth.

Báðar þær konur, sem myndirnar eru af hafa unnið mikið og óeigingjarnt starf fyrir Lystigarð Akureyar. — Frú Margrethe Schöith var fyrir nokkru kjörin heiðursborgari Akureyrar og vorið 1944 þegar Samband norðlenskra kvenna varð 30 ára og hélt fund sinn á Akureyri, var hún kjörin heiðursborgari Sambandsins í þakklætis- og virðingarskyni. Í Lystigarðinum hefur gæslumaður verið starfandi allt sumarið (júní-sept.) nú í 20 ár. Garðurinn er opinn almenningi allan daginn.

- Þeir munu ekki vera margir, sumardagarnir, síðustu 20 árin, sem frú Margrethe Schöith hefur ekki komið í Lystigarðinn og starfað þar meira og minna.

Ritstj.


1945, Hlín ársrit íslenskra kvenna, 28. árg. Bls. 23-28.Til baka
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is