Pßll Ëlafsson, Ljˇ­i­ Vetrarkve­ja
Margt er gott að muna þér
þó mér þú fyndist langur.
Farðu vel, þú færðir mér
fögnuð bæði og angur.

Þó að nísti frostið fast
og fölni grænir hagar
eftir þetta kuldakast
koma betri dagar.
Frˇ­leikur
Í greinasafni er að finna margvíslegan fróðleik um ýmislegt sem lýtur að garðyrkju. Greinaflokkar eru valdir hér að neðan. Undir hverjum flokki eru síðan fjölmargar greinar eftir ýmsa höfunda.

Góða skemmtun.
1964 - GrŠnlenskt jurtalÝf Ý Lystigar­i Akureyrar.

Gaman væri að koma upp plöntusafni úr heimskautalöndum segir Jón Rögnvaldsson garðyrkjumaður.

Fréttamaður íslendings átti fyrir skömmu tal við Jón Rögn­valdsson garðyrkjumann um Lystigarðinn og hina merku jurta­söfnun, er hann hefur með höndum. Hún nær ekki aðeins til Íslands, heldur einnig til annarra landa. M. a. er þar að finna um 60 plöntur frá Grænlandi og alls munu vera þar um 2000 jurta­tegundir hvaðanæva úr heiminum. - Á hverju ári er gefinn út listi yfir þau fræ, sem Lystigarðurinn hefur á boðstólum og eru þau af rúmlega 100 tegundum, flestum innlendum. Þá hefur garð­urinn látið grasgarða erlendis fá milli 40 og 50 tegundir af fræjum, flestum íslenskum, enda er hann í sambandi við grasgarða bæði í Ameríku, Evrópu og Rússlandi.

MEGINHLUTI ALLRA ÍSLENSKRA PLANTNA.

Í suðaustur horni garðsins er að finna íslensku flóruna og komst Jón m. a. svo að orði um hana:

- Í Lystigarðinum er ræktaður meginhluti allra íslenskra plantna eða rúmlega 400 tegundir. En talið er að þær séu um 430, svo að nú gæti vantað um 20 tegundir.

- Hvenær var byrjað að safna tegundunum?

- Árið 1957. Það hafa marg­ir unnið að þessu og verið okk­ur hjálplegir, bæði einstakir menn út um land og grasafræð­ingar, en flestar tegundirnar höfum við orðið að sækja sjálf­ir. - Ýmsir erfiðleikar eru á því að halda plöntusafninu við. Sumar plönturnar eru einærar og ef þær ná ekki þroska hjá okkur, verðum við að sækja þær á ný, oft um langan veg. Annars erum við nú byrjaðir að rækta ýmsar tegundirnar í litlu gróðurhúsi, sem við höfum, og er mikið öryggi í því.

- Er garðurinn heppilegur til slíkrar jurtasöfnunar?

- Lystigarðurinn er fremur einhliða, hvað jarðveg og raka snertir, og eykur það á erfiðleikana á því að rækta þar fjöl­breyttan gróður, sem krefst ólíkra skilyrða. Sannleikurinn er sá, að það er síst léttara að rækta íslensku plönturnar en margar erlendar, ræktun þeirra sumra hverra byggist svo mjög á jarðveginum.

ÞAR ERU PLÖNTUR HVAÐANÆVA AÐ.

- Hvers vegna byrjuðuð þið að safna jurtategundum?

- Til að garðurinn yrði sem fjölbreyttastur og meira gaman að honum. Erlendis hef ég oft séð í görðum plöntur héðan og þaðan úr heiminum. Í rauninni væri gaman að koma upp plöntusafni hvaðanæva úr heimskautalöndunum. Það ætti bæði að vera tiltölulega auðvelt að ná í sumt af þeim og eins að rækta þær. Við höfum samband við garða víða erlendis, bæði í Ameríku, Evrópu og Rússlandi, og skiptumst á fræjum. Í garðinum eru einnig plöntur frá Ástralíu, Suður-Ameríku og Tíbet. Mað­ur veit aldrei, hvaða plöntur geta vaxið hér, fyrr en maður fer að reyna að prófa þær.

UM 60 TEGUNDIR FRÁ GRÆNLANDI.

Upp við minnismerkið um þær konur, sem ræktuðu garðinn, er að finna ýmsar grænlenskar plöntur í sérstökum reit. Við spurðum, hvaðan þær væru komnar.

- Kristján bróðir minn hef­ur tvívegis farið til Grænlands og tók þær með sér í leiðinni. Í annað skiptið hjá Meistaravík en hitt í Eiríksfirði, í Bröttuhlíð, óðalssetri Eiríks rauða, og Görð­um, hinu gamla biskupssetri.

Við höfum nú um 60 tegundir frá Grænlandi og vaxa sumar þeirra einnig hér á landi, ­þetta er einskonar sýnishorn af grænlensku jurtalífi. Ég held, að þar sé að finna upp undir 700 tegundir af æðri plöntum.

- Hafið þið í hyggju að fara í fleiri leiðangra til Grænlands?

- Mig langar til þess og það getur komið til mála, ef maður treystir sér og það verður ekki of dýrt. Það væri gaman að koma tegundunum upp í hundrað.

- En hvað skyldu plönturnar vera margar í garðinum alls?

- Af öðrum plöntum eru rúmlega 1500 tegundir, svo að þær eru alls rétt um 2000 frá fjölmörgum löndum.

Við þökkum Jóni fyrir rabbið og vonum, að honum takist að koma hér upp safni af kuldabeltisplöntum. Þær munu vera um 900 talsins, þar af vaxa magrar hér á landi.

Íslendingur, 10. júlí 1964

Til baka

Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is