Í greinasafni er að finna margvíslegan fróðleik um ýmislegt sem lýtur að garðyrkju. Greinaflokkar eru valdir hér að neðan. Undir hverjum flokki eru síðan fjölmargar greinar eftir ýmsa höfunda.
Góða skemmtun.
Hvers vegna garðskipulag?
Er sú vinna sem lögð er í skipulagninguna peninganna virði? Hvaða ávinning má hafa af skipulagningunni? Má komast hjá meiri háttar mistökum með skipulagningunni? Hvernig er best að standa að skipulagningunni? Hverjar eru helstu óskir og þarfir fjölskyldunnar?
Áður en hafist er handa við hellulögn (eða hleðslur) er mikilvægt að fjarlægja allt frostvirkt efni úr vinnusvæðinu niður á 50-100 sm dýpt, háð aðstæðum í hverju tilviki fyrir sig, s.s. jarðvegi. Með frostvirku efni er átt við leir og mold. Þetta er gert til að koma í veg fyrir frostþenslu og að lögnin aflagist með tímanum.