Snorri Hjartarson - Lyng

Gott er að leggjast í lyngið,
sjá lauf glóa, finna kvik
fjaðurmjúk atlot þess, fagna
í fegurð jarðar meðan rauð
og lág sólin lækkar
og lyngbreiðan er ilmgrænt haf
sem ber þig að hljóðri húmströnd
og hylur þig gleymsku.

Fróðleikur
Í greinasafni er að finna margvíslegan fróðleik um ýmislegt sem lýtur að garðyrkju. Greinaflokkar eru valdir hér að neðan. Undir hverjum flokki eru síðan fjölmargar greinar eftir ýmsa höfunda.

Góða skemmtun.
Stofuplöntur
Alpafjóla (Cyclamen persicum) Alpafjóla er af lyklaætt og eru um 14 tegundir af ættkvíslinni en pottaalpafjólan Cyclamen persicum er þekktust þeirra. Plantan er jurtkennd og myndar stöngullinn kúlulaga hnýði - misflatt þó. Blöðin sem eru hjarta eða nýrnalöguð koma í hvirfingu á stilk. Blómin drúpa og eru frá hvítu út í bleikt til purpurarauðs og sitja á löngum kröftugum stilkum. Blómblöðin vísa aftur og eru samvaxin í blómkrónu. Aðalútbreiðslusvæði alpafjólunnar er fjallasvæði norðan og austan Miðjarðarhafs, vesturmörk um eyjarnar Krít og Rohdos, en hefur þó fundist langt inn í Túnis. Alpafjóla býr yfir miklum breytileika í blaðmunstri og lit blómanna, hvítum eða bleikum. Alpafjóla sýnir mikla aðlögunarhæfni þar sem hún vex í furuskógum og í skugga þéttra laufskóga.

Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is