Jón Helgason - úr ljóðinu Á Rauðsgili
Hugrökk teygist á háum legg
hvönnin fram yfir gljúfravegg,
dumbrauðu höfði um dægrin ljós
drúpir hin vota engjarós.


Fróðleikur
Í greinasafni er að finna margvíslegan fróðleik um ýmislegt sem lýtur að garðyrkju. Greinaflokkar eru valdir hér að neðan. Undir hverjum flokki eru síðan fjölmargar greinar eftir ýmsa höfunda.

Góða skemmtun.
Ýmis fróðleikur
Fyrir hvað stendur hugtakið "ágeng tegund" og hvernig má bera kennsl á slíka tegund í vistkerfinu.

Hvernig á að gera fjallagrasabrauð - hefirðu pælt í því ! Uppskriftin er einföld og árangursrík!!

Ef þú vilt vera hamingjusamur í einn dag, drekktu þig fullan, ef þú vilt vera hamingjusamur í nokkur ár, giftu þig, en ef þú vilt vera hamingjusamur alla æfi, þá skalt þú gerast garðyrkjumaður. Svo segir kínverskt máltæki.

Hér á landi þjást um 7 % landsmanna af svokölluðu gróðurofnæmi eða frjókornaofnæmi. Á hverju ári fá fjölmargir Íslendingar sjúkdómseinkenni sem lýsa sér í langvarandi nefrennsli, hnerra og þrota í augum.

Notkun þurrkaðra blóma og grasa hefur aukist mjög á undanförnum árum. Þurrblómaskreytingar geta enst ótrúlega lengi og haldið miklu af upprunalegum lit blómanna. Með góðu hugmyndaflugi má segja að úrvalið af bæði villtum og ræktuðum garðplöntum sé næstum ótakmarkað. Í þessari grein verður lýst í stuttu máli aðferðum við þurrkunina og nokkrum góðum tegundum sem henta vel til þurrkunar.

Það geta legið til þess margar ástæður að plönturnar okkar þrífast illa. Stundum er orsökin augljós, t.d. þegar við sjáum haustfetann (lirfu haustfiðrildisins) háma í sig blöð birkisins. Lirfan er þá meindýr sem við snúumst gegn með viðeigandi aðgerðum, ef við teljum þörf á.

Í garðinum hjá okkur leynast ýmsar jurtir, í þökk og óþökk, sem eru til ýmissa hluta nytsamlegar. Sama á við úti í náttúrunni, þar eru jurtir sem hafa verið til margra hluta nytsamalegar bæði hér og víða erlendis. Í upphafi vil ég benda fólki á tvennt, annars vegar að sé jurtum safnað í náttúrunni, að virða friðun ýmissa sjaldgæfra jurta og hinsvegar að kynna sér vel áhrif plantnanna á fólk. Þannig eru sumar jurtir eitraðar og aðrar geta valdið ofnæmi.

Asparryðsveppurinn Melampsora larici-populina fannst í fyrsta skipti hér á landi sumarið 1999. Útbreiðsla hans er enn sem komið er bundin við vestanvert Suðurland.

Að gera jarðveginn frjósamari ætti að vera markmið hvers garðeiganda. Besta leiðin til þess er að bæta moldina með hvers konar lífrænum, náttúrulegum efnum. " Af jörðu ertu kominn og að jörðu munt þú aftur verða". Safnhaugagerð er örugg og þrautreynd aðferð til að breyta lífrænu efni í hentug næringarefni sem síðan nýtast plöntunum í garðinum.

Nú þegar haustar og gróður fer að búa sig undir veturinn dettur fæstum í hug að óþrif herji á trén. Sitkalús og furulús eru þó á ferli allt árið og valda oft tjóni um þetta leyti. Þessar lýs hafa ekkert dvalar¬stig til að fleyta sér yfir veturinn og þær þurfa því að ganga úti um veturinn.

Ætlunin er hér að gera stutta úttekt á vindfrævun þar sem þróun vindfrævunar er lýst í stuttu máli, einkennum vindfrævaðra plantna, staðsetningu þeirra á hnettinum. Vindfrævun verður borin saman við skordýrafrævun og komið verður inn á helstu galla og kosti vindfrævunar.

Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is